Ekkert að frétta..

Yes, ekkert búið að vera að gerast nánast síðan ég bloggaði síðast.

Fór nú reyndar til Snædísar í gær og það var gaman :). Tók með Phone Booth og það var glápið á það, ekkert smá hvað það er hægt að halda spennunni í einum símaklefa. Mæli með þessarri mynd indeed.

Well, hef mest lítið að segja akkurat núna svo ég verð bara duglegri næst.

 

P´z,
Stebbi Skæzó.


Síðustu dagar og framtíðin

Jæja, mest lítið búið að vera að gerast síðustu dagana fyrir utan það að ég er byrjaður aftur í skólanum auk þess að ég er byrjaður í ökutímum.

 Er búinn að fara í 2 tíma semsagt og gékk allt vel, og fer í 3ja tímann minn núna á morgun klukkan 16:00.
Spurning hvort maður eigi eftir að taka á skrið í öllum snjónum en það verður þá bara gaman af því.

Er mest lítið að gera annars, er heima hjá pabba í lappanum bara og fer svo heim á sunnudaginn, eða mánudaginn og ætla þá að prufa mig aftur áfram við að gera heimasíðu væntanlega.

 

Langar að vekja smá athygli á Sneaven.

Ný trú komin upp sem á eftir að finna nafn á samt sem áður en Sneaven er staður sem er mikið betri en himnaríki, og í sannleika sagt, besti staður í heimi.

Sneaven kemur af orðinu Heaven þar sem [H] er tekið út og þar sett í staðinn [Sn].
Sneaven er samt eingöngu staður fyrir þá útvöldu og komast ekki nærri því allir þangað.

Það er undir okkur Snædísi komið að velja þá sem komast til Sneaven og langar mig að minna á að það er besti staður ever.

Þetta er væntanlega eina atvikið þar sem guð og gyðja eru komin saman í einni trú til að ríkja yfir jörðunni og þá sem "aðal fólkið", að minnsta kosti er þetta eina atvikið sem við vitum um.

Mottóið okkar hljómar svona: "Only the chosen ones go to Sneaven, the rest goes to hell and heaven.." og er þetta líka allur sannleikurinn.

Meira svo um Sneaven seinna.

 

P'z,
Stebbi Skæzó.


RÚV

Já, kallinn fór upp í RÚV í dag og það ekki af ástæðulausu þar sem hann fór á Safndeildina þar.

 Ömm, kannski ég skrifi bara í fyrstu persónu alveg, hitt hljómar svo þriðju persónulegt eitthvað..

Þannig að já, þetta byrjaði á því að síminn pípti á mig klukkan ellefu í morgun, var nú búinn að plana að fara á fætur þá, hendast í sturtu, tannbursta mig og borða og bara allt sem fylgir því að vakna.
En nei, ég segi við mig "bara örfáar mínútur í viðbót, þá er ég farinn á fætur" og heldur það áfram alveg þar til ég fer loksins á fætur rétt yfir tólf.

Þá var það of seint til að fara í sturtu, borða almennilega og eins og ég sagði, allt sem fylgir því að vakna, og er ég kominn út í strætó klukkan hálf eitt.

Jæja, átti ég ekki pantaðann tíma klukkan eitt, og er á leiðinni með strætó upp að Efstaleiti með næstum batterýslausann iPod hlustandi á Quarashi auðvitað.

Jæja, klukkan er tuttugu mínútur yfir eitt og ég er kominn upp í RÚV. Jæja, bíður þar ekki eftir mér alveg svakalega flottur passi og aðeins innar þessi tölva með leitarsíðu fyrir útvarpsþætti og myndbrot sem eru til hjá þeim.

Kwa-Ra-She.. Og ég er byrjaður að leita.

Frábært hvað það var til hjá þeim. Sá þar á meðal myndbandið Thunderball með Quarashi sem er að  mínu mati snilldar myndband. Hössi, Steini og DJ'inn (sem ég því miður man ekki hvað heitir, en mun rifja það upp um leið og ég get).
Og til að enda þetta þá sest Sölvi Blöndal upp í bíl, kveikir á honum og *BOOM*, bíllinn springur í loft upp.

Svo þetta myndband er þar að segja svona mafíósa myndband (sem sést alveg greinilega), og mafíósarnir eru af einhverjum ástæðum að láta drepa meðlimi Quarashi ef ég skildi þetta rétt. 

Svo sá ég myndbandið við Baseline (þeir eru á varðskipinu Óðinn) og ég sá myndbandið við Copycat (klippa sem var sett saman af live tónleikum frá þeim) sem var þunglega flott.
Svo tóku þeir lagið sem er þekkt sem Christmassong á netinu væntanlega í þættinum Mósaík (ef mig minnir rétt auðvitað).

Og það var fleira, en ætla bara að enda þetta núna.
Farið svo að hlusta á Quarashi því þótt þeir séu hættir að spila, þá eru þeir samt lifandi meðan við spilum þá.

 

Kveðja,
Stefán Freyr (Skyzo).


Stutt í áramótin

Stutt í áramótin og mest lítið búið að gerast hjá mér. Langar að koma með einhverja góða grein en ætla að láta stutt blogg nægja.

 Fór í dag niður í Landsbankann í Reykjarvík þar sem það var eitthvað skákmót í gangi, fékk smá vinnu þar við að vera á tölvu, og góður peningur þar á ferð í mínum augum amk. :)

Svo á mánudaginn er planað að reyna fara upp í RÚV og skoða hluti þar sem þeir eiga með Quarashi, ójá, ég er síður en svo hættur að hlusta á þá. Kemur ekki til greina að hætta því einusinni þótt það bæðust milljónir fyrir.

Og svo r það vonandi að ég komi mér í bíó líka, spurning hver vill koma með mér í bíó því ég nenni ekki einn? Og líka hvaða mynd maður fer á.

En já, eins og ég segi, þá þarf þetta allt bara að komast í ljós. Er í augnabliknu að horfa á Pirates Of The Carribean á Stöð1, gaman að kíkja á það svona einusinni enn.
Svo þyrfti maður að kíkja á mynd númer 2 svona aftur upp á að rifja hana upp.

Þetta er nóg í bili, ætla að gera grein um eitthvað seinna ef ég nenni það er að segja, sem ég ætti að gera. Ein spurning til loka, er einhver með hugmynd að framtíðarstarfi og/eða námsbraut sem ég gæti farið á?


Mistök ár eftir ár

Já, það segi ég sko satt.
Maður gerir alltaf sömu mistökin ár eftir ár, borðandi vel yfir sig yfir jólin og svo eru jú áramótin eftir.

En er þetta eitthvað mistök endilega? Ekki finnst mér það.
Mér finnst nú bara gott að borða, mjög gott ef ég á að segja satt. Það er varla klukkutími hjá mér án þess að það sé eitthvað smá snarl, nammi, eða matur.

Það er nú skylda hvers og eins manns að borða yfir sig á jólunum og áramótum að minnsta kosti, til þess erum við auðvitað með þessa svaka kræsingar og heilu kjötbitana jafnvel.
En auðvitað þarf fólk að hugsa út í það að skilja eftir ogguponsu pláss fyrir ísinn, allavega nógu mikið pláss fyrir eina skál. Jafnvel smá ískex með, en það er bara aukaatriði.

Nú þegar ég fer að hugsa til baka um aðfangadags kvöldið, þá vantaði megnið af jólastemmningunni. Það var eins og það voru jól án jóla ef það megi orða það á þann veg.
Jólasnjórinn lét sjá sig degi of seint. Ég held að það hafi vantað jólasnjóinn upp á stemmninguna.
Bara smá snjó sem væri létt oná jörðunni, og hæg snjókoma um kvöldið. Það hefði verið fullkomið.

En kannski var þetta bara ég. Ég að eldast, eða ekki jafn spenntur fyrir jólunum.
Hinsvegar, þá kannski leið mörgum svona þessi jól?

Ég ætla nú allavega að óska mér jólasnjó fyrir næstu jól, sama hvað hver segir þá er hann alltaf must frá tuttugasta til tuttugasta og sjötta desember.


Endilega pælið í þessu,
Stefán Freyr.

Gleðileg Jól

Aðeins að prufa kerfið og fikta í stillingum, ætla auk þess að óska fólki gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Mun kannski byrja eitthvað af ráði hér á blog.is, kemur bara í ljós, takk fyrir mig annars.

 

Stefán Freyr,
eða Skyzo.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband