Stutt í áramótin

Stutt í áramótin og mest lítið búið að gerast hjá mér. Langar að koma með einhverja góða grein en ætla að láta stutt blogg nægja.

 Fór í dag niður í Landsbankann í Reykjarvík þar sem það var eitthvað skákmót í gangi, fékk smá vinnu þar við að vera á tölvu, og góður peningur þar á ferð í mínum augum amk. :)

Svo á mánudaginn er planað að reyna fara upp í RÚV og skoða hluti þar sem þeir eiga með Quarashi, ójá, ég er síður en svo hættur að hlusta á þá. Kemur ekki til greina að hætta því einusinni þótt það bæðust milljónir fyrir.

Og svo r það vonandi að ég komi mér í bíó líka, spurning hver vill koma með mér í bíó því ég nenni ekki einn? Og líka hvaða mynd maður fer á.

En já, eins og ég segi, þá þarf þetta allt bara að komast í ljós. Er í augnabliknu að horfa á Pirates Of The Carribean á Stöð1, gaman að kíkja á það svona einusinni enn.
Svo þyrfti maður að kíkja á mynd númer 2 svona aftur upp á að rifja hana upp.

Þetta er nóg í bili, ætla að gera grein um eitthvað seinna ef ég nenni það er að segja, sem ég ætti að gera. Ein spurning til loka, er einhver með hugmynd að framtíðarstarfi og/eða námsbraut sem ég gæti farið á?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband