Mistök ár eftir ár

Já, það segi ég sko satt.
Maður gerir alltaf sömu mistökin ár eftir ár, borðandi vel yfir sig yfir jólin og svo eru jú áramótin eftir.

En er þetta eitthvað mistök endilega? Ekki finnst mér það.
Mér finnst nú bara gott að borða, mjög gott ef ég á að segja satt. Það er varla klukkutími hjá mér án þess að það sé eitthvað smá snarl, nammi, eða matur.

Það er nú skylda hvers og eins manns að borða yfir sig á jólunum og áramótum að minnsta kosti, til þess erum við auðvitað með þessa svaka kræsingar og heilu kjötbitana jafnvel.
En auðvitað þarf fólk að hugsa út í það að skilja eftir ogguponsu pláss fyrir ísinn, allavega nógu mikið pláss fyrir eina skál. Jafnvel smá ískex með, en það er bara aukaatriði.

Nú þegar ég fer að hugsa til baka um aðfangadags kvöldið, þá vantaði megnið af jólastemmningunni. Það var eins og það voru jól án jóla ef það megi orða það á þann veg.
Jólasnjórinn lét sjá sig degi of seint. Ég held að það hafi vantað jólasnjóinn upp á stemmninguna.
Bara smá snjó sem væri létt oná jörðunni, og hæg snjókoma um kvöldið. Það hefði verið fullkomið.

En kannski var þetta bara ég. Ég að eldast, eða ekki jafn spenntur fyrir jólunum.
Hinsvegar, þá kannski leið mörgum svona þessi jól?

Ég ætla nú allavega að óska mér jólasnjó fyrir næstu jól, sama hvað hver segir þá er hann alltaf must frá tuttugasta til tuttugasta og sjötta desember.


Endilega pælið í þessu,
Stefán Freyr.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband