RÚV

Já, kallinn fór upp í RÚV í dag og það ekki af ástæðulausu þar sem hann fór á Safndeildina þar.

 Ömm, kannski ég skrifi bara í fyrstu persónu alveg, hitt hljómar svo þriðju persónulegt eitthvað..

Þannig að já, þetta byrjaði á því að síminn pípti á mig klukkan ellefu í morgun, var nú búinn að plana að fara á fætur þá, hendast í sturtu, tannbursta mig og borða og bara allt sem fylgir því að vakna.
En nei, ég segi við mig "bara örfáar mínútur í viðbót, þá er ég farinn á fætur" og heldur það áfram alveg þar til ég fer loksins á fætur rétt yfir tólf.

Þá var það of seint til að fara í sturtu, borða almennilega og eins og ég sagði, allt sem fylgir því að vakna, og er ég kominn út í strætó klukkan hálf eitt.

Jæja, átti ég ekki pantaðann tíma klukkan eitt, og er á leiðinni með strætó upp að Efstaleiti með næstum batterýslausann iPod hlustandi á Quarashi auðvitað.

Jæja, klukkan er tuttugu mínútur yfir eitt og ég er kominn upp í RÚV. Jæja, bíður þar ekki eftir mér alveg svakalega flottur passi og aðeins innar þessi tölva með leitarsíðu fyrir útvarpsþætti og myndbrot sem eru til hjá þeim.

Kwa-Ra-She.. Og ég er byrjaður að leita.

Frábært hvað það var til hjá þeim. Sá þar á meðal myndbandið Thunderball með Quarashi sem er að  mínu mati snilldar myndband. Hössi, Steini og DJ'inn (sem ég því miður man ekki hvað heitir, en mun rifja það upp um leið og ég get).
Og til að enda þetta þá sest Sölvi Blöndal upp í bíl, kveikir á honum og *BOOM*, bíllinn springur í loft upp.

Svo þetta myndband er þar að segja svona mafíósa myndband (sem sést alveg greinilega), og mafíósarnir eru af einhverjum ástæðum að láta drepa meðlimi Quarashi ef ég skildi þetta rétt. 

Svo sá ég myndbandið við Baseline (þeir eru á varðskipinu Óðinn) og ég sá myndbandið við Copycat (klippa sem var sett saman af live tónleikum frá þeim) sem var þunglega flott.
Svo tóku þeir lagið sem er þekkt sem Christmassong á netinu væntanlega í þættinum Mósaík (ef mig minnir rétt auðvitað).

Og það var fleira, en ætla bara að enda þetta núna.
Farið svo að hlusta á Quarashi því þótt þeir séu hættir að spila, þá eru þeir samt lifandi meðan við spilum þá.

 

Kveðja,
Stefán Freyr (Skyzo).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband